Fimmtudagur 26. janúar 2017 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín 26. janúar 2017 er hér!

— fjölbreyttur fréttatengdur magasínþáttur frá Suðurnesjum

Suðurnesjamagasín, frétta- mannlífs- og menningarþáttur Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar núna kl. 20:00 og aftur kl. 22:00 í kvöld.
 
Þáttur vikunnar er fjölbreyttur að vanda. Við kynnum okkur framkvæmdir í flugstöðinni, skoðum möguleika í atvinnuuppbyggingu í tengslum við auknar flugsamgöngur og förum út að hlaupa. Þá fræðumst við um lýðheilsu.
 
Þáttur vikunnar er í háskerpu í spilaranum hér að ofan en einnig er hægt að horfa á þáttinn í HD á Hringbraut.