Fimmtudagur 2. febrúar 2017 kl. 20:00

Suðurnesjamagasín 2. febrúar er hér

— Táknmál í eldhúsinu, einkasafn í Garði og golf á Bahamas

Suðurnesjamagasín Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20:00 og aftur kl. 22:00
 
Viðfangsefni okkar eru fjölbreytt þessa vikuna í Suðurnesjamagasíni. Við byrjum á veitingahúsinu SOHO í Keflavík. Þar er talað táknmál í eldhúsinu alla daga. Einn af kokkum staðarins er heyrnarlaus en það er ekki vandamál segir yfirmatreiðslumeistari staðarins.
 
Við förum einnig í Garðinn og skoðum alveg hreint magnað einkasafn sem einn af íbúum byggðarlagsins er að koma upp. Þar eru bílar, flugvélar og fjölmargir sögulegir munir.
 
Í þættinum sláumst við einnig í för með vefsíðunni Kylfingi.is til Bahamas þar sem einn af okkar fremstu kylfingum tók þátt í sinni stærstu keppni.
 
Við endum svo þáttinn á fréttapakka frá Víkurfréttum en byrjum á matreiðslu á táknmáli.
 
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að ofan í háskerpu.