Fimmtudagur 8. desember 2016 kl. 23:13

Suðurnesjamagasín // 4. þáttur // 8. desember 2016

Hér getið þið séð nýjasta þáttinn af Suðurnesjamagasíni frá Sjónvarpi Víkurfrétta
 
Þáttur vikunnar inniheldur mannlíf, menningu og fréttatengd  málefni. Suðurnesjamagasín var frumsýnt á Hringbraut kl. 21:30 í kvöld í háskerpu. Þáttinn má einnig sjá í spilaranum hér að ofan.
 
Í þættinum er meðal annars fjallað um mengunarmælingar í Reykjanesbæ. Þá kíkjum við á skólakrakka sem voru í kappakstri með vélmenni, förum í Hljómahöllina, heyrum söng og tökum skóflustungu að nýrri þjónustumiðstöð fyrir ferðafólk á Reykjanesi, svo eitthvað sé nefnt.