Fimmtudagur 1. desember 2016 kl. 21:30

Suðurnesjamagasín // 3. þáttur 2016 // 1. desember

- magasínþáttur um mannlíf, menningu og atvinnulíf á Suðurnesjum

Suðurnesjamagasín er sjónvarpsþáttur frá Suðurnesjum sem er framleiddur af Sjónvarpi Víkurfrétta fyrir Hringbraut og vf.is.

Í þætti þessarar viku er farið á fjörugan föstudag í Grindavík, hús tekið á efnilegu sundfólki í Reykjanesbæ og rætt við formann og iðkendur í Íþróttafélaginu NES sem fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Þá er rætt við Guðna Th. Jóhannesson í kyndilhlaupi lögreglunnar í Reykjanesbæ um síðustu helgi.

Suðurnesjamagasín er frumsýnt á Hringbraut á fimmtudagskvöldum kl. 21:30. Þátturinn er aðgengilegur á sama tíma á vf.is.