Suðurnesjamagasín // 1. þáttur // seinni hluti
- hér má nálgast seinni hluta þáttarins
Suðurnesjamagasín, nýr frétta- og mannlífsþáttur frá Suðurnesjum, er frumsýndur í kvöld. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Einnig verður þátturinn sýndur á kapalkerfinu í Reykjanesbæ á sama tíma og þá er hann orðinn aðgengilegur hér á vf.is. Hér að neðan má nálgast seinni hluta þáttarins.
Í þættinum í kvöld verða sex innslög frá Suðurnesjum. Í fyrri hluta þáttarins verður hús tekið á eldri borgurum í heilsurækt í Reykjaneshöllinni. Kíkt er á Kirkjubólsvöll við Sandgerði þar sem spilað er golf allt árið. Þar nota menn einnig nýstárlegar aðferðir til að grjóthreinsa golfvöllinn. Þá hefur kona tekið við formennsku í Golfklúbbi Sandgerðis og viðtal er við nýja formanninn í þættinum. Útsendari þáttarins tók einnig hús á Siggu Dögg kynfræðingi úr Keflavík og fylgdi henni á kynfræðslukvöld í Njarðvíkurskóla.
Í seinni hluta þáttarins er spjallað við Ásbjörn Björgvinsson sem er verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness. Þá er rætt við Ara Trausta Guðmundsson jarðfræðing um jarðvá á Reykjanesi. Þá flytja þau Nanna Bryndís Hilmarsdóttir og Brynjar Leifsson, úr hljómsveitinni Of Monsters and Men, lokalag þáttarins.