Fimmtudagur 15. júní 2017 kl. 20:30

Suðurnesjamagasín - horfðu hér!

— skátastarf, Fiskur&franskar, landamæravarsla, hvatningarverðlaun og ísbað við frostmark

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20:00 og aftur kl. 22:00. Viðfangsefni okkar í þessari viku eru mörg.
 
Við fórum á Sjóarann síkáta í Grindavík og ræddum við veitingamanninn Jóhann Issa Hallgrímsson. Hann var að kaupa tvo veitingavagna og ætlar að bjóða upp á fisk og franskar í Grindavík og Reykjanesbæ.
 
Íslandsmet í ísbaði var sett í Grindavík. Tveir svellkaldir sátu rúma hálfa klukkustund í vatni við frostmark. Við vorum þar. Við skoðum einnig ný sjálfvirk landamærahlið, kynnum okkur hvatningarverðlaun Reykjanesbæjar og ræðum við Eydísi Eyjólfsdóttur sem hefur verið skáti alla ævi en skátafélagið Heiðabúar í Keflavík er 80 ára í ár.
 
Þáttinn má sjá í háskerpu í spilaranum hér að ofan.