Suðurnesjamaður ársins 2017 í Suðurnesjamagasíni
- ásamt draugalegri sögu Bakka í Grindavík
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar kl. 20:00 í kvöld, fimmtudagskvöld. Í þessum þætti ætlum við að kynna ykkur fyrir Suðurnesjamanni ársins 2017. Það er bakaraneminn Elenora Rós Georgesdóttir sem ber nafnbótina að þessu sinni. Hún lét gott af sér leiða á síðasta ári með myndarlegum stuðningi við Barnaspítala Hringsins.
Við förum einnig á kvikmyndaslóðir í Grindavík og kynnum okkur m.a. draugalega kvikmyndasögu hússins Bakka ásamt því að fræðast aðeins um Minja- og sögufélag Grindavíkur.
Hér að ofan má horfa á þátt vikunnar í háskerpu.