Fimmtudagur 28. september 2017 kl. 16:21

Suðurnesja-magasín VF: Heilsa, sameining og raforka

Það er að vanda fjölbreytt efni í Suðurnesja-magasíni Víkurfrétta þessa vikuna. Við tökum heilsupúlsinn á Freyju Sigurðardóttur, einkaþjálfara og fyrrverandi fitness drottningu í tilefni Heilsu- og forvarnarviku á Suðurnesjum, hittum líka bæjarstjóra Sandgerðis og Garðs en framundan er kosning um sameiningu sveitafélaganna. Þá förum við til Svartsengis í Grindavík en þar eru höfuðstöðvar HS-Orku. Við ræðum við Ásgeir Margeirsson, forstjóra um skort á rafmagni.

Hér er þátturinn á Youtube-rás VF í háskerpu.