Suður með sjó: Logi Gunnarsson körfuboltamaður
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er gestur þáttarins Suður með sjó hjá Sjónvarpi Víkurfrétta. Logi hefur leikið körfubolta í rúman aldarfjórðung og leikur enn körfubolta á hæsta stigi á Íslandi þó svo hann sé kominn á fimmtugsaldurinn. Logi á að baki farsælan feril í atvinnumennsku í útlöndum og hefur líka unnið stærstu titlana með UMFN hér á landi.
Páll Ketilsson hitti Loga og ræddi við hann um körfubolta.