Fimmtudagur 11. ágúst 2022 kl. 19:30

Suður með sjó: Keppnisskap og reynsla úr íþróttum hefur hjálpað þeim í rekstri

Þeir félagar Grétar Magnússon, gullaldarliðsknattspyrnumaður úr Keflavík, og Helgi Rafnsson, körfuboltamaður úr Njarðvík, lærðu báðir rafvirkjun og þegar litið er til tuttugu ára aldursmunar á þeim er óhætt að segja að það hafi verið frekar óvænt að leiðir þeirra lágu saman en fljótlega eftir það stofnuðu þeir rafverktakafyrirtækið Rafholt. Keppnisskap og reynsla úr íþróttum hefur hjálpað þeim í rekstri og uppbyggingu Rafholts sem nú er orðið stærsta fyrirtæki á sínu sviði hér á landi.



Grétar og Helgi eru eru gestir okkar í þættinum Suður með sjó sem sýndur verður á Hringbraut og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. ágúst, kl. 19:30.