Stutt í næsta kvikuhlaup eða eldgos - Allt í beinni hér!
Síðast þegar Víkurfréttir settu upp myndavél á eldgosa- og náttúruvárvaktina þurftu áhorfendur aðeins að víða í hálfan sólarhring áður en eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni. Nú er vélin okkar á Víkurfréttum aftur komin í streymi og horfir í átt að gosstöðvunum sem síðast gerðu vart við sig þann 8. febrúar. Veðurstofan spáir kvikuhlaupi eða eldgosi á allra næstu dögum. Það er því engin ástæða til að bíða með streymið.