Fimmtudagur 29. febrúar 2024 kl. 16:29

Stutt í næsta eldgos? - allt í beinni hér!

Það er stutt í næsta eldgos á Reykjanesskaganum. Líkanreikningar Veðurstofu Íslands sýna að 8,5 til 9 milljónir rúmmetra af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum.

Vefmyndavél Víkurfrétta horfir yfir umbrotasvæðið við sundhnúka og Svartsengi frá Reykjanesbæ.