Stríðsminjar, bakstur og Brekkukotsannáll í Suðurnesjamagasíni
Við hittum Guðrúnu Erlu, bakara úr Vogum, í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Hún er höfundur köku ársins 2023 og segir okkur allt um kökuna og bakaradrauminn í þættinum. Við förum einnig á stríðsminjasýningu í Keflavík og fáum að vita allt um byssur, sprengjur og hjálma. Þá leggjum við leið okkar í Garðinn og tökum hús á sagnamönnum á Garðskaga sem voru að ræða Brekkukotsannál, sem tekinn var upp í Garði sumarið 1972.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöld kl. 19:30.