Strákarnir sýndu frábæran karakter
- Lúkas Kostic
Lúkas Kostic þjálfari Grindavíkur var að vonum ósáttur í leikslok með tapið en þó hafi þessi leikur verið gjör ólíkur leiknum gegn Stjörnunni þar sem þeir gulu töpuðu með fjórum mörkum. Í dag hefðu þeir alveg getað farið með sigur af hólmi en þetta datt Keflavíkur megin í þetta skiptið. Lukas hrósaði Keflavíkurliðinu fyrir að hafa spilað góða knattspyrnu en bætti jafnframt við að hans menn hafi svarað virkilega vel fyrir sig. "Það eru margir ungir strákar í liðinu sem voru að stíga upp eftir erfiðan leik á móti Stjörnunni, þeir sýndu frábæran karakter."
Lukas sagðist vera bjartsýnn fyrir leikinn á fimmtudaginn gegn Fram. Hann taldi að það yrði töluvert auðveldara að rífa strákana upp eftir þennan leik heldur en eftir tapið gegn Stjörnunni.