Stormur í aðsigi
Veðrið í dag er ólíkt því sem var í gær þegar boðið var upp á logn og heiðan himinn. Myndatökumaður Víkurfrétta átti leið um Stafnesveg í gær og tók þá meðfylgjandi myndir. Núna er hins vegar farið að blása nokkuð og þæfingsfærð á vegum á Suðurnesjum. Stormur er í aðsigi segir Veðurstofan.