Laugardagur 9. september 2017 kl. 13:18

Stórleikur Víðis og Njarðvíkur - í beinni útsendingu hér!

Víðismenn taka á móti Njarðvík í einum stærsta leik sumarsins í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Nesfiskvellinum í Garði og hefst kl. 14:00.
 
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér á síðunni. Útsendingin er ekki á vegum Víkurfrétta en við urðum við góðfúslegri beiðni um að deila útsendingunni með lesendum vf.is.
 
Njarðvík er í efsta sæti deildarinnar núna þegar þrjár umferðir eru eftir en Víðismenn eru í 3. sæti, fjórum stigum frá liðinu í öðru sæti, Magna. Það verða því mjög spennandi þessar síðustu umferðir á mótinu.