Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 06:00

Stórframkvæmdir á Keflavíkurflugvelli

Fyrirhugaðar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli voru kynntar á íbúafundi í Hljómahöll á dögunum. Farið var yfir farþegaþróun innan flugvallarins og áætlaðan fjölda ferðamanna sem sækir landið heim í sumar. Farþegaspá Isavia var uppfærð og sérstaklega rætt um áhrif og mikilvægi skiptifarþega – en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra vaxi enn frekar á þessu ári og í raun meira en áður var ráð fyrir gert. Þá var var einblínt á uppbyggingaráætlun Keflavíkurflugvallar og þær framkvæmdir og áskoranir sem fram undan eru á næstu árum.
 
Víkurfréttir tóku saman meðfylgjandi innslag um fyrirhugaðar framkvæmdir og ræddu við þá Björn Óli Hauksson, forstjóra Isavia, Dr. Huginn Frey Þorsteinsson hjá Aton og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra í Reykjanesbæ.