Stoltur af stúlkunum
„Ég er gríðarlega stoltur af stúlkunum. Þær voru ekki í takti í fyrri hálfleik en komu til baka í síðari hálfleik og uppskáru góðan sigur. Við höfum unnið Hamar í Hveragerði og nú er það næsta markmið,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflvíkinga eftir sigur þeirra á Hamri í annarri viðureign liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfubolta í Toyota höllinni í á þriðjudagskvöld. Lokatölur urðu 77-70. Liðin mætast þriðja sinni og þá í Hveragerði annað kvöld.
Nánari umfjöllun um leikinn í meðfylgjandi myndskeiði.