Stolt, þakklæti og gleði efst í huga
	Ótrúlegt stolt, þakklæti og gleði er það sem er Ragnheiði Elínu Árnadóttur efst í huga þegar hún hafði fengið fyrstu tölur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi nú síðdegis.
	
	Hún sagðist full auðmýktar og þær tölur sem hún fékk nú síðdegis hafi verið miklu hærri en hún hafði búist við.
	
	Viðtal við Ragnheiði Elínu er í meðfylgjandi myndskeiði.

