Stokkið, spólað og spænt - video
Það var stokkið, spólað og spænt í sérleiðinni um Nikkelsvæðið í Nesbyggðarrally Akstursíþróttafélags Suðurnesja sem fram fór á Suðurnesjum í gær og í dag. Nikkelsvæðið var ekið bæði í gær og í dag. Myndatökumaður Sjónvarps Víkurfrétta kom sér fyrir nálægt endamarkinu í gær og náði þaðan að fylgjast með hluta leiðarinnar eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Á Nikkelsvæðinu ofan byggðarinnar í Njarðvík er skemmtileg rallakstursleið sem bæði var ekin í gær og í dag í Nesbyggðarrally Akstursíþróttafélags Suðurnesja.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Keppt er í nokkrum flokkum, s.s. jeppaflokki þar sem þessi Pajero var á meðal. Hann rataði rétta leið í þessari braut en ökumenn þessa bíls sjást villast all svakalega í myndbandinu sem tekið var á Patterson og má nálgast hér í Sjónvarpi Víkurfrétta.