Stofnuðu hollvinafélag Unu í Sjólyst
Hollvinafélag Unu í Sjólyst voru stofnuð í Garði sl. föstudag. Á annað hundrað manns voru viðstaddir menningardagskrá í Miðgarði í Gerðaskóla þar sem félagið var stofnað.
Undanfarin misseri hefur Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðarmaður í Garði, unnið að heimildarmynd um Unu Guðmundsdóttir frá Sjólyst í Garði. Una var kölluð Völva Suðurnesja, en Una var sögð hafa tengingar í aðra heima. Þá var hún vel kunn í Garði fyrir það hversu barngóð hún var og af störfum sínum fyrir barnastúkuna Siðsemd nr. 14.
Á stofnfundi Hollvinafélags Unu í Sjólyst sl. föstudag var m.a. settur á svið stúkufundur í barnastúkunni frá árinu 1941, þegar stúkan var 50 ára. Þá voru flutt tónlistaratriði. Steinn Erlingsson söng nokkur lög, Hilmar Örn Hilmarsson og Páll frá Húsafelli fluttu tónverk til heiðurs Unu. Guðmundur Magnússon kynnti hollvinafélagið og sýndi brot úr heimildarmynd sinni. Magnús Gíslason fór með vísur og þá bauð Slysavarnadeildin Una í Garði upp á kaffiveitingar.
Víkurfréttir tóku tali þau Kristjönu Kjartansdóttur og Þorstein Eggertsson, sem bæði eru hollvinir Unu og þekktu vel til hennar á sínum tíma en Una lést árið 1978, þá 82 ára að aldri. Viðtölin við Kristjönu og Þorstein eru í meðfylgjandi myndskeiði í Sjónvarpi Víkurfrétta.
Vel á annað hundrað manns voru við stofnun Hollvina Unu í Sjólyst.
Páll frá Húsafelli lék á þessa sérstaka hljóðfæri þar sem steinvölur gáfu frá sér einstök hljóð.
Margt góðra gesta var á stofnfundinum?
Guðmundur Magnússon kynnti Hollvinafélagið fyrir viðstöddum og sýndi brot úr heimildamynd sinni um Unu í Sjólyst.
Steinn Erlingsson söng fyrir viðstadda. Steinn er fæddur og uppalinn í næsta húsi við Sjólyst og kynntist Unu áður en hann var farinn að ganga, eins og hann sagði sjálfur frá.
Hilmar Örn Hilmarsson tónlistarmaður flutti tónverk til heiðurs Unu í Sjólyst. Páll frá Húsafelli tók einnig þátt í tónverkinu og spilaði á slagverkið sem sést á mynd hér ofar.
Magnús Gíslason fór með nokkrar vísur í tilefni dagsins.
Stúkufundur úr barnastúkunni Siðsemd nr. 14 var settur á svið.