Föstudagur 21. maí 2010 kl. 14:35

Stóðumst álagið

„Þetta var bardagaleikur á móti frábæru Fylkisliði en við stóðumst álagið að mestu að minnsta kosti nóg til þess að sigla heim sigri,“ sagði Willum Þór Þórsson þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn.

„Ég er fyrst og fremst ánægður með baráttuna og vinnusemina og hvernig við sem lið unnum okkur inn í leikinn. Við áttum erfitt uppdráttar á upphafsmínútunum og vorum að taka vondar ákvarðanir og gefa þeim nánast boltann en strákarnir töluðu sig saman og unnu sig inn í leikinn og það er gríðarlegur styrkur,“ sagði Willum sem að vonum var ánægður eftir leikinn.