Stjörnuvitlaust veður í kvöld
– Sjónvarp Víkurfrétta á vaktinni með Björgunarsveitinni Suðurnes
Björgunarsveitirnar eru í viðbragðsstöðu en gert er ráð fyrir stjörnuvitlausu veðri í kvöld. Það fer að hvessa síðdegis og síðan verða suðaustan 23-28 í kvöld með slyddu eða rigningu.
Nú er rétt vika síðan djúp lægð með ofsaveðri gekk yfir Reykjanesskagann. Þá fylgdi Sjónvarp Víkurfrétta Björgunarsveitinni Suðurnes í nokkur útköll og ræddu við Harald Haraldsson formann sveitarinnar um björgunarsveitarstarfið.
Vaktin með björgunarsveitinni er í meðfylgjandi innslagi.