Sterkur kjarni á Ásbrú og góð laun
- Árni Sigfússon í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta
Árni Sigfússon segir að á Ásbrú sé að myndast mjög sterkur kjarni starfsemi eins og þá sem fram fer hjá Algalíf og að kosturinn við hana væri að um væri að ræða störf sem kalli á vísindamenn og séu vel launuð. Átta manns starfa hjá fyrirtækinu en þeim verður fjölgað í febrúar og verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Hún verður sú fullkomnasta sinnar gerðar í heiminum.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Árna Sigfússon. Viðtalið má sjá hér að neðan.