Laugardagur 22. maí 2010 kl. 18:48

Steinþór: Framtíðin lofar góðu

Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi, nefnir ásýnd bæjarins og uppbyggingu og fjölgun íbúa, þegar hann er spurður um það sem markverðast sé á ferli hans í bæjarstjón Reykjanesbæjar. Hann nefnir einnig menningarlíf í blóma og er á því að staða Reykjanesbæjar sé sterk miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Það eru erfiðir tímar,“ segir Steinþór en bætir því við að framtíðin lofi góðu og það mjög fljótlega. Hann segir atvinnumálin skipta miklu máli til framtíðar og framundan séu erfið verkefni sem þurfi sterka stjórn.
- Ítarlegt viðtal er við Steinþór í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.