Miðvikudagur 22. september 2010 kl. 16:49

Stefndi í tóma vitleysu, segir Friðjón


„Það er góð niðurstaða að við skyldum slíðra sverðin og ræða málin aðeins betur. Þetta stefndi því miður í tóma vitleysu,“ sagði Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, eftir 3ja tíma átakafund í bæjarstjórn Reykjanesbæjar í gær.

Umræðan um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar varð tilefni til snarpra orðaskipta á fundinum þar sem tekist var á um það hvort, hvænær og hvernig niðurskurðarhugmyndir upp á 450 milljónir króna hafi verið ræddar í bæjarráði.