Stapaskóli og sápugerð í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín heimsækir Stapaskóla í Innri Njarðvík í þessari viku þar sem rætt er við bæði starfsfólk og nemendur í þessum nýjasta skóla Reykjanesbæjar.
Við tökum einnig hús á Soroptimistum í Keflavík sem eru í sápugerð þessa dagana en í nóvember ætla þær að roðagylla heiminn í árlegu átaksverkefni. Allt um það í þættinum.
Suðurnesjamagasín er vikulega á dagskrá vf.is og Hringbrautar en þátturinn er frumsýndur á Hringbraut kl. 20:30 á fimmtudagskvöldum.