Stanslaus verkefni björgunarsveita á Suðurnesjum í allan dag
Björgunarsveitirnar á Suðurnesjum hafa verið í stanslausum verkefnum í allan dag við að aðstoða fólk í umferðinni sem hafði fest bíla sína. Einnig sáu björgunarsveitir um að koma skólafólki til síns heima.
Björgunarsveitarbílar hafa verið notaðir til að koma starfsmönnum til og frá Garðvangi í Garði og einnig að flytja heilbrigðisstarfsfólk til og frá HSS í Reykjanesbæ. Verkefnin voru orðin eitthvað á annað hundrað nú síðdegis.
Kvikmyndatökumaður Víkurfrétta fór hring um bæinn með Björgunarsveitinni Suðurnes og tók þá meðfylgjandi videomyndir.