Staðfesta nýtt gosop utan í gígnum
Fínn kraftur er í eldgosinu þessa stundina. Á vefmyndavél mbl.is má sjá hið nýja op utan í gígnum, þaðan sem bráð skvettist.
„Þetta op hefur verið sýnilegt síðustu daga, en var það mál manna að þarna væri einfaldlega að flæða í gegnum gígbarmana. Nú virðist hinsvegar nokkuð ljóst að þarna sé um sjálfstætt gosop sé að ræða, sem er þá aðskilið frá hrauntjörninni í gígnum. Hefur lítil gígskál nú myndast utan í megingígnum utan um umrætt gosop,“ segir í færslu sem Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands hefur birt á Facebook.
Í spilaranum hér að ofan er beint streymi mbl.is frá eldgosinu. Myndin á forsíðu með þessari frétt er skjáskot úr streyminu.