Sossa, sameining og baksviðs í Litlu hryllingsbúðinni
- Suðurnesjamagasín 2. mars er hér!
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld, fimmtudagskvöld. Þátturinn var frumsýndur kl. 20 og verður endursýndur kl. 22.
Við hefjum leikinn baksviðs með leikurum og fleira fólki hjá Leikfélagi Keflavíkur sem sýnir Litlu hryllingsbúðina um þessar mundir. Við sjáum leikara gera sig klára fyrir sýningu og heyrum í þeim hljóðið. Hvers vegna leggur fólk fyrir sig leiklist? Við komumst að því í þættinum.
Við förum einnig í Garð og Sandgerði. Þar er verið að kanna hug bæjarbúa fyrir hugsanlegri sameiningu sveitarfélaganna. Þau Dagný Hulda úr Sandgerði og Hilmar Bragi úr Garðinum heyrðu í sínu heimafólki.
Sossa er örugglega ein kunnasta listakona Suðurnesja um þessar mundir. Fólk er ávallt viðfangsefni í hennar myndum. Við kíktum á vinnustofuna til Sossu og ræddum við hana um listina og gula fólkið.