Sossa, Már og aðrir snillingar í Suðurnesjamagasíni vikunnar
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld kl. 20:30. Þátturinn er á menningarlegum nótum þessa vikuna.
Við heimsækjum listakonuna Sossu á vinnustofu hennar í Keflavík. Sossa hlaut á dögunum Súluna sem eru menningarverðlaun Reykjanesbæjar.
Í þættinum hittum við einnig Má Gunnarsson tónlistarmann í Reykjanesbæ. Hann hefur fengið nokkra félaga sína úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar í hljómsveit sem ætlar að bjóða upp á ókeypist jólatónleika korter í jól.
Þá förum við í Gerðaskóla og kynnumst snillingum. Verkefnið Snillitímar hóf göngu sína í Gerðaskóla í Garði nú í haust. Þetta eru tímar þar sem nemendur fá fjórar kennslustundir á viku til að vinna að eigin hugðarefnum. Þeir fá tækifæri til að kanna áhugamálin sín í kjölin og jafnvel uppgötva ný áhugamál og áhugasvið. Fyrirmyndin að snillitímum kemur frá Bandaríkjunum og upprunalega hugmyndin kemur frá Google. Sjónvarp Víkurfrétta kíkti á kynningu á snillitímum í Gerðaskóla og ræddi við Freydísi Kneif Kolbeinsdóttur kennara um verkefnið.