Fimmtudagur 23. apríl 2015 kl. 16:35

Söngur og gleði í fyrsta þætti sumarsins

– 15. þáttur Sjónvarps Víkurfrétta kominn í háskerpu á netið

Það er dágóður skammtur af menningu í þætti vikunnar hjá Sjónvarpi Víkurfrétta.

Rúnar Júlíusson hefði orðið 70 ára nú í aprílmánuði og það var haldið upp á það með eftirminnilegum hætti í Stapa á dögunum. Sjónvarp Víkurfrétta var þar.

Við förum líka á aðra tónleika hjá 85 ára gömlum söngfugli, Guðmundi Hauki Þórðarsyni, sem var að gefa út geisladisk.

Þá tökum við hús á Tómasi Knútssyni, herforingja Bláa hersins, sem hefur hreinsað upp 1200 tonn af rusli í 20 ára sögu hersins.

Þá förum við í Frumleikhúsið í Keflavík og kynnumst List án landamæra.