Föstudagur 31. ágúst 2012 kl. 12:04

Söngsyrpa úr Með blik í auga II - video

Í meðfylgjandi söngsyrpu úr sýningunni Með blik í auga II eru þær Melkorka Rós Hjartardóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir, Fríða Dís Guðmundsdóttir og Bríet Sunna Valdimarsdóttir að flytja syrpu þekktra laga frá áratugnum 1970 til 1980.

Með blik í auga II - glimmer, gærur og gaddavír, er sýnt í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú. Lokasýning er á sunnudagskvöldið.