Sönghópur Suðurnesja tók lagið í Keflavíkurkirkju
Sönghópur Suðurnesja hefur verið vel virkur í vetur og tekið þátt í ýmsum uppákomum. Í þessari viku hefur hópurinn m.a. sungið á Erlingskvöldi í Duushúsum og í kvöld kom hópurinn fram við guðsþjónustu í Keflavíkurkirkju.
Hópurinn æfir undir stjórn Keflvíkingsins Magnúsar Kjartanssonar. Meðfylgjandi myndskeið er úr Keflavíkurkirkju frá því fyrr í kvöld.