Fimmtudagur 26. janúar 2023 kl. 19:30

Solla í Nýmynd og allt um Grindavíkurhöfn í Suðurnesjamagasíni

Sólveig Þórðardóttir ljósmyndari er að leggja myndavélinni eftir að hafa starfað sem ljósmyndari í 51 ár og rekið ljósmyndastofuna Nýmynd í rétt rúm 40 ár. Við tókum hús á Sollu sem er þessa dagana að pakka saman búnaði, selja græjur og koma öðru í geymslu.

Við förum einnig til Grindavíkur og tökum hús á Sigurði hafnarstjóra. Hann rekur fyrir okkur sögu Grindavíkurhafnar, lífæðarinnar í Grindavík. Það eru líka ýmsaar áskoranir í framtíðinni við höfnina og þær eru raktar í þættinum.

Þá sjáum við magnaðar myndir af björgunarafreki við Grindavíkurhöfn úr safni Viðars heitins Oddgeirssonar.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30.