Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 08:54

Sóley og baráttan við brjóstakrabbann - Viðtalið í heild

Síðustu tvo fimmtudaga hefur Sóley Björg Ingibergsdóttir sagt lífsreynslusögu sína í Suðurnesjamagasíni. Aðeins 26 ára gömul greindist hún með krabbamein í brjósti og eitlum. Sóley er BRCA2 arfberi. Í krabbameinsmeðferðinni gekkst hún undir brjóstnám á báðum brjóstum, erfiða lyfjameðferð og geislameðferð. Í innslaginu hér að ofan er viðtalið í heild sinni en það er um 50 mínútna langt. Myndefni með viðtalinu er úr einkasafni Sóleyjar og frá ljósmyndaranum Þórdísi Elvu Ágústsdóttur sem fylgdi okkar konu eftir í krabbameinsferlinu og myndaði baráttusöguna.