Sóknartækifæri í ferðaþjónustunni og fleira skemmtilegt í Suðurnesjamagasíni
Suðurnesjamagasín er vikulegur þáttur frá Sjónvarpi Víkurfrétta. Við fylgjumst með heimsókn hóps fatlaðra einstaklinga í bílaleiguna Blue Car á Keflavíkurflugvelli í þætti vikunnar. Við ræðum greiningu á ferðamanninum sem kemur til Íslands og fáum brot úr viðtali okkar við nýskipaðan yfirlögregluþjón Lögreglunnar á Suðurnesjum, en það er tæplega fertug lögreglukona.