Fimmtudagur 3. júní 2021 kl. 19:30

Sögur af sjónum og uppbygging í Grindavík og á Keflavíkurflugvelli

Hafsteinn Guðnason fyrrverandi skipstjóri er gestur okkar í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Hann segir okkur gamlar og góðar sjómannasögur í tilefni þess að Sjómannadagurinn er næsta sunnudag.

Við förum einnig til Grindavíkur og ræðum við Fannar Jónasson bæjarstjóra. Fyrsta skóflustungan hefur verið tekin að nýju Hlíðarhverfi í bænum og þá er uppbygging í gangi vegna eldgossins í Fagradalsfjalli.

Það er líka að fara í gang mikil uppbygging á Keflavíurflugvelli með byggingu nýrrar Austurbyggingar flugstöðvarinnar og öðrum framkvæmdum en kostnaðurinn er yfir tuttugu milljarðar króna.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is á fimmtudagskvöldum kl. 19:30