Fimmtudagur 21. október 2021 kl. 19:30

Sögur af Reykjanesi, draugahús og ópera í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín er úr smiðju Víkurfrétta og er frumsýnt á fimmtudagskvöldum en þáttinn má nálgast á vef Víkurfrétta í háskerpu. Þá er þátturinn á dagskrá Hringbrautar kl. 19:30 og svo á tveggja tíma fresti í sólarhring. Einnig má nálgast þáttinn á tímavélum í sjónvarpinu.

Í Suðurnesjamagasíni, sem er á dagskrá vf.is og Hringbrautar á fimmtudagskvöld kl. 19:30 er fjallað um áhugaverða sýningu sem sett hefur verið upp við Reykjanesvita af Hollvinasamtökum vitans. Þar er rætt við þá Hall J. Gunnarsson og Eirík P. Jörundsson um sýninguna sem er bæði fróðleg og myndræn. Þar er sögð saga Reykjanesvita en fyrsti viti á Íslandi var reistur árið 1878. Þá er greint frá sjólsysum við Reykjanes og á sýningunni er að finna nöfn um 3500 sjómanna sem fórust við Íslandsstrendur á tuttugustu öldinni.
Í þættinum er einnig farið í draugahús í Reykjanesbæ og á æfingu fyrir óperu um frú Vigdísi Finnbogadóttur.

Suðurnesjamagasín er úr smiðju Víkurfrétta og er frumsýnt á fimmtudagskvöldum en þáttinn má nálgast á vef Víkurfrétta í háskerpu. Þá er þátturinn á dagskrá Hringbrautar kl. 19:30 og svo á tveggja tíma fresti í sólarhring. Einnig má nálgast þáttinn á tímavélum í sjónvarpinu.