Snjallir FS-ingar keppa gegn FG í Gettu Betur í kvöld
Gettu Betur lið þeirra FS-inga verður í eldlínunni í kvöld en liðið mætir í útvarpssal klukkan 20:30 og hitta þar fyrir lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Garðbæingar sigruðu þegar liðin áttust við í fyrra og því eiga Suðurnesjamenn harma að hefna.
Blaðamaður Víkurfrétta kíkti á æfingu hjá FS-ingum á dögunum og tók liðsmenn tali. Einnig voru lagðar fyrir liðsmenn nokkrar spurningar svona rétt til þess að undirbúa þá fyrir stressið í kvöld. Útkomuna er hægt að sjá í myndskeiðinu hér að ofan.