Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 23. apríl 2021 kl. 18:12

Smellið hér til að horfa á Aldamótatónleikana í beinni!

Aldamótatónleikar í beinni útsendingu á vf.is kl. 20:00

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja, NFS, stendur fyrir streymistónleikum í kvöld, föstudagskvöld. Beint streymi frá tónleikunum er aðgengilegt í spilaranum hér að ofan en tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Á tónleikunum koma fram Magni (Á Móti Sól), Hreimur (Land & Synir), Jónsi (Svörtum Fötum), Einar Ágúst (Skítamórall), Gunni Óla (Skítamórall) ásamt frábærum hljóðfæraleikurum.

Um er að ræða hina svokölluðu Aldamótatónleika sem haldnir hafa verið við miklar vinsældir á undanförnum árum.

Athugið: Aðeins verður hægt að horfa á tónleikana í beinu streymi en upptaka verður ekki aðgengileg að tónleikum loknum.