Þriðjudagur 26. janúar 2010 kl. 15:51

Smáhveli um allan sjó (Video)

Stakksfjörðurinn út af Vatnsnesinu iðar af lífi þessa dagana. Þar má sjá súlu stinga sér eftir æti og hnýðinga í stórum torfum og greinilega í miklu æti. Myndatökumaður Víkurfrétta tók upp meðfylgjandi myndskeið frá Vatnsnesvita nú áðan og sýnir að glögglega að mikið líf er nú í hafinu skammt frá landi í Keflavík.

Reyndar má sjá stökkvandi höfrunga allt frá fjöruborðinu og langt út í Faxaflóa en það er orðinn árlegur viðburður að ljósmyndarar og myndatökumenn Víkurfrétta eru kallaðir til á þessum árstíma til að mynda sjávarlífið á þessum slóðum.


Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson