Smáfuglar smakka á Gopro í Keflavík
Ellert Grétarsson, náttúruljósmyndari, fær til sín starra, svartþresti og skógarþresti sem eru tíðir gestir í garðinum hans við Hringbraut í Keflavík enda er alla jafna ýmislegt ljúffengt í boði, s.s. flotkökur úr tólg og dýrindis korni, epli, rúsínur, músli, hafrar og hvaðeina.
Í þetta skiptið laumaði Ellert Gopro í matinn hjá þeim.