Slökkvilið Grindavíkur fékk þráðlausar klippur
Lionsklúbbur Grindavíkur og Kvenfélag Grindavíkur lögðust á árarnar með slökkviliðinu í Grindavík þegar kom að því að búa tækjabíl slökkviliðsins nýjustu björgunartækjum sem eru notuð til að losa fólk úr bílflökum eftir umferðarslys.
Lionsklúbburinn leiddi verkefnið en leitað var til fyrirtækja í Grindavík með að fjármagna kaupin á björgunartækjunum sem í daglegu tali eru kölluð klippur.
Nýju klippurnar eru knúnar áfram með rafhlöðum en eldri búnaður var tengdur við vökvakerfi og ekki eins meðfærilegur og nýju tækin.
Búnaðurinn kostaði á sjöttu milljón króna en hann var formlega afhentur á dögunum.
Við það tækifæri var notagildi tækjanna sýnt og eigulegur Toyota-bíll klipptur niður í búta.
Lionsklúbburinn leiddi verkefnið en leitað var til fyrirtækja í Grindavík með að fjármagna kaupin á björgunartækjunum sem í daglegu tali eru kölluð klippur.
Nýju klippurnar eru knúnar áfram með rafhlöðum en eldri búnaður var tengdur við vökvakerfi og ekki eins meðfærilegur og nýju tækin.
Búnaðurinn kostaði á sjöttu milljón króna en hann var formlega afhentur á dögunum.
Við það tækifæri var notagildi tækjanna sýnt og eigulegur Toyota-bíll klipptur niður í búta.