Sleðafjör á Ásbrú
Það hefur verið sannkölluð vetrarstemmning í Reykjanesbæ þessa helgi. Tvær alvöru sleðabrekkur eru í bænum. Önnur er Kambur í Innri Njarðvík, en hin er að Ásbrú þar sem þessar myndir eru teknar. Brekkan á Ásbrú er stærri og þar er hægt að renna sér lengra en á Kambi. Þá er hún upplýst í myrkri. Ljósmyndari og kvikmyndatökumaður Víkurfrétta tóku meðfylgjandi myndir að Ásbrú í gær en þar er sama stemmningin í dag.