Skrýtnasti leikur sem ég hef spilað - segir fyrirliði UMFG
„Þetta er skrýtnast leikur sem ég hef spilað á ferlinum. Á tímabili var þetta eins og körfuboltaleikur en ég vona að áhorfendur hafi notið þess,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindvíkinga eftir jafnteflisleik við Keflavík í Lengjudeildinni.
„Frá okkar bæjardyrum séð var varnarleikurinn hræðilegur og til skammar hvernig við vörðumst. Reynslumiklir leikmenn voru ekki í stöðum og dekkun og færslur ekki til staðar. Það var ekki gott að ná ekki að klára leikinn komnir í tveggja marka forskot en það er í annað sinn í röð sem við lendum í því. Við erum í þokkalegri stöðu í deildinni sem er erfið og þetta er bara helvítis barningur.“