Skoraði á 1. mínútu!
Frans Elvarsson var ekki lengi að afgreiða knöttinn í netið á Keflavíkurvelli síðdegis en hann skoraði fyrir Keflavík strax á fyrstu mínútu eftir að Hilmar Geir hafði komist upp að endalínu og gefið flotta sendingu fyrir þar sem Frans skallaði í netið af stuttu færi.
Frans er bjartsýnn á gott gengi Keflavíkur í þeim tveimur leikjum sem eftir eru á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann var í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta í kvöld.