Skólamatur, Fisktækniskóli, Arnór Ingvi og réttir í Suðurnesjamagasíni
Við heimsækjum Skólamat ehf. í Suðurnesjamagasíni vikunnar. Þar er stærsta eldhús landsins sem framleiðir 15.000 máltíðir á hverjum degi fyrir leik- og grunnskólabörn. Við sláumst einnig í för með nemendum Fisktækniskóla Íslands sem fóru til Danmerkur og Noregs á dögunum. Arnór Ingvi Traustason er í viðtali frá Svíþjóð og þá skellum við okkur í réttir í Grindavík.
Suðurnesjamagasín er í spilaranum hér að ofan í háskerpu. Einnig getur þú horft á þáttinn í snjallsjónvarpinu þínu í gegnum Youtube-rás Víkurfrétta. Þá verður þátturinn einnig aðgengilegur á sjónvarpsrásinni Augnablik í Reykjanesbæ.