Fimmtudagur 6. október 2022 kl. 19:30

Skólaafmæli í Vogum og Ásmundur í Suðurnesjamagasíni

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19:30. Í þættinum förum við í 150 ára afmæli Stóru-Vogaskóla og ræðum þar m.a. við kennara til fimmtíu ára sem kenndi þremur ættliðum. Við höldum áfram á rúntinum með Ásmundi í Suðurkjördæmi og hittum safnara á Rokksafni Íslands.