Miðvikudagur 31. mars 2010 kl. 12:09

Skemmtilegur körfuboltaleikur í Ljónagryfjunni hjá UMFN og Stjörnunni

Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni í körfubolta stendur sem hæst. Njarðvíkingar fengu Stjörnuna í Ljónagryfjuna í 2. leik liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar. Ljónagryfjan var full af sigurþyrstum og bjartsýnum Njarðvíkingum eftir góðan sigur á Stjörnunni í fyrsta leiknum í Garðabæ.

Víkurfréttir voru með videovélina á leiknum og hér sjáum við skemmtilegt myndskeið með fullt af flottum körfum og myndum af áhorfendum og þá eru viðtöl við þjálfarana eftir leik.

Næstu leikir í 8 liða úrslitum eru á skírdag. Njarðvík fer í Garðabæinn og Keflavík fær Tindastól í heimsókn. Sigri Suðurnesjaliðin lenda þau saman í undanúrslitum keppninnar.